Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur
Höfundur:
Upplýsingar
Sagan sem sögð er í þessari bók byggist meðal annars á sjálfsævisögubroti sem varðveist hefur of ber titilinn Ævisaga Guðrúnar Ketilsdóttur. Guðrún fæddist árið 1759 og er saga hennar líklega elsta varðveitta sjálfsævisaga íslenskrar alþýðukonu - vinnukonu frá 18. öld. Í sögunni fjallar Guðrún á opinskáan hátt um líf sitt í Eyjafirði og erfitt hjónaband með ótrúum eiginmanni. Frásögnin er full af einlægum og litskrúðugum lýsingum á mönnum og málefnum. Í bókinni er fjallað um líf þessarar merkilegu alþýðukonu og hvernign hún náði, þrátt fyrir afar þrönga stéttarstöðu sína, að hasla sér völl í erfiðu árferði móðuharðindanna. Döpur endalok ævi hennar draga fram hið harmsögulega í lífi þúsunda Íslendinga á þessum tíma.
- Útgáfuár: 2013
- Blaðsíðufjöldi: 173
- Fag: Sagnfræði
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.