Rannsóknir í viðskiptafræði III

Ritstjórar: Þórhallur Örn Guðlaugsson, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Runólfur Smári Steinþórsson

Verknúmer: U202228

ISBN: 978-9935-23-299-1

4.500 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform
  • Kaflar

Upplýsingar

Tilgangur ritraðarinnar Rannsóknir í viðskiptafræði er að koma á framfæri áhugaverðum rannsóknum á bæði fræðilegum og hagnýtum þáttum viðskiptafræða. Hér er þriðja bókin sem kemur út í ritröðinni og sem fyrr eru allir kaflar ritrýndir. Fyrsta bókin kom út á árinu 2020 með 14 köflum eftir 25 höfunda þar sem m.a. var greint frá rannsóknum á sviði sjávarútvegs, iðnaðar, orku, smásölu, fjármála og þjónustu, auk umfjöllunar um utanríkisþjónustu og starfsemi sveitarfélaga. Önnur bókin kom út 2021 með 13 köflum eftir 23 höfunda þar sem fjallað var m.a. um rannsóknir innan fjármálageira, heilbrigðisgeira, kvikmyndageira, á sviði málefna innflytjenda, kynja og neytenda, nýsköpunar, orkugeira, sjávarútvegs og stafrænna viðskipta.

Efni þessarar bókar er ekki síður fjölbreytt. Alls eru kaflarnir níu talsins og fjöldi höfunda 15. Kaflarnir eru á fræðasviðum þjónustustjórnunar, hagfræði, markaðsfræði, nýsköpunar, stjórnunar og stjórnarhátta. Viðfangsefnin sem rannsökuð eru tengjast áhættu, ákvörðunum, eignarhaldi, fjárfestingu, gæðum, frumkvöðlastarfi, frumkvöðlastuðningi, fræðslustarfi, kynjamálum, leiðtogastarfi, lífskjörum, staðfærslu, verðlagningu og öldrun. Fókusinn er einkum á umhverfi og aðstæður á Íslandi, m.a. tengt Covid-19, frumkvöðla- og nýsköpunarumhverfi, ferðaþjónustu, fyrirtækjum, matvöruverslunum og sjávarútvegi. Jafnframt er vettvangurinn alþjóðlegur eins og í tilfelli örlánastofnana.

  • Útgáfuár: 2022
  • Blaðsíðufjöldi: 211
  • Fag: Viðskiptafræði

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK