Rannsóknir í viðskiptafræði II

Ritstjórar: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Runólfur Smári Steinþórsson, Þórhallur Örn Guðlaugsson

Verknúmer: U202129

ISBN: 978-9935-23-273-1

5.950 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Rannsóknir í viðskiptafræði er ritröð þar sem birtir eru ritrýndir kaflar um rannsóknir á bæði fræðilegum og hagnýtum þáttum viðskiptafræða. Hér er á ferðinni önnur bókin í ritröðinni. Fyrsta bókin, Rannsóknir í viðskiptafræði I, kom út á árinu 2020 með 14 köflum eftir 25 höfunda þar sem m.a. var greint frá rannsóknum á sviði sjávarútvegs, iðnaðar, orku, smásölu, fjármála og þjónustu, auk umfjöllunar um utanríkisþjónustu og starfsemi sveitarfélaga.

Efni þessarar bókar er einnig mjög fjölbreytt. Í 13 köflum segja 23 höfundar frá rannsóknum í heilbrigðisgeira, málefnum innflytjenda, kvikmyndageira, neytendamálum, orkugeira og sjávarútvegi. Einnig er fjallað um ýmis viðfangsefni á sviði þjónustu tengt fjármálafyrirtækjum, vátryggingarfyrirtækjum og stafrænum viðskiptum. Jafnframt er rannsóknum lýst sem tengjast hagfræði og lýðfræði, kynbundnum hindr- unum í stjórnun og á nýsköpunarumhverfi á Íslandi.

Bókin Rannsóknir í viðskiptafræði II er tileinkuð minningu dr. Ingjalds Hannibalssonar, fyrrum prófessors og velunnara Háskóla Íslands. Á útgáfuárinu eru liðin 70 ár frá fæðingu hans, en hann féll frá árið 2014.

  • Fag: Viðskiptafræði
  • Útgáfuár: 2022
  • Blaðsíðufjöldi: 268

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK