Latína er list mæt - Um latneskar menntir á Íslandi
Höfundur:
This product is not available in the selected currency.
Til á lager
Forpöntun
Uppselt
Upplýsingar
Latína er list mæt er úrval greina Sigurðar Péturssonar um latínumenntir íslendinga á tímabilinu 1550-1800. Latínukveðskapur íslenskra höfunda frá þessum öldum ber skýran vott um viðamikla þekkingu á alþjóðlegum hefðum, hvort sem er á sviði lofkvæða, þakkarljóða, brúðkaupskvæða, erfiljóða eða trúarlegs kveðskapar.
Greinarnar fjalla um viðfangsefnið í víðu samhengi, allt frá almennu yfirliti um nám í latneskri málfræði og latínumenntun kvenna til endursköpunar klassískra goðsagna í kvæðagerð skálda sem mörg eru gleymd. Einstök latínukvæði eru gefin út ásamt þýðingum, skýringum og æviágripi höfunda. Sögulegt samhengi kvæðanna er útskýrt og sýnt hvernig fagurfræði fornaldarinnar endurómar í skáldamáli þeirra.
Bókinni fylgir skráin Index carminum ab Islandis latine compositorum sem geymir brag- og bókfræðilegar upplýsingar um latínukvæði íslenskra skálda í aldanna rás.
- Blaðsíðufjöldi: 416
- Útgáfuár: 2014
- Fag: Málvísindi
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.