Af lífi - Greinasafn handa Vilhjálmi Rafnssyni

Ritstjórar: Andri Steinþór Björnsson, Katrín Kristjánsdóttir, Sigurður Yngvi Kristinsson

Verknúmer: U201524

ISBN: 978-9935-23-088-1

4.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Af lífi er gefin út til heiðurs Vilhjálmi Rafnssyni lækni og prófessor við Háskóla Íslands á sjötugsafmæli hans. Höfundar eru nemendur, samstarfsfólk, vinir hans og fjölskylda. Umfjöllunarefnið er fjölbreytt og tengist á einn eða annan hátt því sem Vilhjálmur hefur áhuga á. Hér má lesa um vísindi, Íslendingasögur, ferðalög og eðli orsakahugtaksins svo eitthvað sé nefnt. Vilhjálmur Rafnsson gegndi lengi stöðu yfirlæknis hjá Vinnueftirlitinu og hefur verið prófessor í heilbrigðis- og faraldsfræði við Háskóla Íslands frá 1997. Hann er afkastamikill vísindamaður og hefur gert ýmsar rannsóknir á þáttum sem áhrif hafa á sjúkdóma og heilsu. Höfundar bókarinnar segja frá verkum hans, en bregða einnig upp ýmsum myndum af Vilhjálmi sjálfum í lífi og starfi. Ritstjórar bókarinnar eru Andri Steinþór Björnsson, Katrín Kristjánsdóttir og Sigurður Yngvi Kristinsson. Háskólaútgáfan gefur út bókina.

  • Blaðsíðufjöldi: 334
  • Útgáfuár: 2015

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK